En hvað sumt jóladót getur verið skrítið. Ég var að skoða einn rafmagnsjólasvein hérna í vinnunni. Þessi ágæti sveinn hreyfir höfuðið og heldur á kerti með ljósi og til þess þarf að stinga í samband. Hins vegar er líka hægt að hafa tónlist, en til að hlusta á hana þarf BATTERÍ! hehe Hugmyndin er greinilega ekki að samnýta rafmagnið sem kemur með snúrunni úr afturenda sveinsins heldur þarf batterí að auki. Magnað! Reyndar er tónlistin svo leiðinleg að kannski er bara í fínu lagi að batteríið klárist.
Stutt í jólin og kannski sjást tólin.
kveðja,
Arnar Thor
Stutt í jólin og kannski sjást tólin.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli